Fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum byggist á lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Þau grundvallast á aflamarkskerfi í þeim tegundum sem veiðar eru takmarkaðar á.
Stjórnvöld, í samráði við hagsmunaaðila, vinna ötullega að því að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlindinni. Ákvarðanir eru ávallt teknar á vísindalegum forsendum og er þar byggt á starfi Hafrannsóknastofnunar.
Fiskverndun á Íslandsmiðum er byggð á þremur grundvallaraðferðum:
- Aflareglu sem er þróuð fyrir hvern nytjastofn. Í því felst að ákvarðað er hversu stórt hlutfall er veitt af veiðistofni ár hvert.
- Reglum varðandi útbúnað veiðarfæra. Áhersla er lögð á kjörhæfni veiðarfæra sem þýðir að reynt er að veiða einungis þær tegundir og þá stærð af fiski sem leitað er eftir.
- Með verndun og lokun ákveðinna svæða. Í þessu felst að ákveðin veiðarfæri eru bönnuð á tilteknum svæðum eða þá að svæði eru algjörlega lokuð fyrir veiðum. Þetta er gert til að vernda t.d. hrygningarfisk eða ungviði