Innköllun hlutabréfa
Stjórn Ramma hf., kt. 681271-1559, Gránugötu 1-3, 580 Siglufirði, („félagið“) gerir kunnugt að með
heimild í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 5. gr. samþykkta félagsins hefur hún tekið
ákvörðun um að hlutabréf félagsins verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Nasdaq
verðbréfamiðstöðvar. Stefnt er að skráning taki gildi 22. júní 2023 kl. 09.00. Frá þeim tíma eru hin
áþreifanlegu hlutabréf í félaginu ógild í samræmi við heimild í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 7/2020 um
verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
Nánar tiltekið verða öll hlutabréf félagsins tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll gefin út á nafn
hluthafa. Útgáfudagsetningar er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á því að
eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá félagsins að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til
félagsins, Gránugötu 1-3, 580 Siglufirði á netfangið unnar@rammi.is. Komi í ljós við slíka könnun að
eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja
mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingablaði.
Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi,
að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. IV. kafla laga nr. 7/2020 um
verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, innan þriggja mánaða frá
síðari birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingablaði. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert
aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn skráning á
ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. skuli arðgreiðslur
til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., sbr. heimild í 4. tölul.
54. gr. reglugerðar nr. 397/2000 um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð, með síðari
breytingum.
Hluthafar skulu fela reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð
umsjón með eignarhlut sínum í félaginu og stofna vörslureikning.
Siglufjörður, 28. febrúar 2023
Stjórn Ramma hf.