Rammi hf. rekur í Þorlákshöfn fiskiðjuver þar sem framleiddar eru afurðir fyrir kröfuharða markaði í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.
Frá aprílbyrjun og fram í lok október er megináherslan lögð á humarvinnslu og er mest af humrinum pakkað heilum og hann frystur.
Yfir vetrartímann byggist vinnslan að mestu leyti á vinnslu á þorski, karfa og langlúru. Þessar tegundir eru líka unnar með humarvinnslu frá vori fram á haust.
Karfinn er flakaður fyrir Evrópumarkað og seldur ferskur eða frystur, lausfrystur eða millilagður og blokkfrystur. Þorskurinn er léttsaltaður fyrir Suður-Evrópu.
Á Siglufirði er rekin rækjuvinnsla þar sem kaldsjávarrækja er soðin og pilluð.
Í verksmiðjum okkar er lögð mikil áhersla á vöruvöndun og hreinlæti. Gott skráningarkerfi tryggir rekjanleika vörunnar frá veiðum til viðskiptavinar.